Hönn­un­ar­Mark­aður Saman

30. mars 2025, 11:00 til 17:00

HönnunarMarkaður Saman

HönnunarMarkaður Saman

Hafnarhús

30. mars 2025, 11:00 til 17:00

HönnunarMarkaður Saman er nýjung í dagskrá HönnunarMars unnin af teyminu Saman ~ menning & upplifun.

Markaðurinn fer fram í fyrsta skipti helgina 29. - 30. mars í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi.

HönnunarMarkaður er vettvangur sem sameinar mismunandi greinar hönnunar og arkitektúrs. Markaðurinn er hugsaður jafnt fyrir almenning og hönnuði þar sem hægt verður að finna vörur úr eldri lagerum sem hættir eru í framleiðslu, síðustu eintökin, frumgerðir og sýningareintök sem ekki hafa sést áður. Almenningur getur komið og gert "góðan díl" á sama tíma og hönnuðir fá að taka til á lagernum og rýma fyrir nýjum uppsprettum framtíðarinnar!

Þátttakendur eru :

66 norður, La Brujera, Yrúrarí, Artless, Another Creation, Mattería, Stúdíó Suð, Leirhildur, Óekta, Endurtakk, bybibi, Grugg&makk, Sunna Sigfríðsdóttir, Fluga Design, Kandís, Studio CH, ESJO, Glingling, Gosia Porazewska, UMI jewelery, Saja Arts, Wetland, Guðrún Kolbeins Design, Feldur, Farmers Market & Visteyri

Visteyri.is er með sérstakan hringrásar markað innan markaðar þar sem íslensk hönnun í hæsta gæðaflokki verður í brennidepli!

Sjáumst öll!