Hádeg­is­verður á vinnu­stof­unni: Samtal lista­manns og sýning­ar­stjóra

til

Hádegisverður á vinnustofunni: Samtal listamanns og sýningarstjóra

Hádegisverður á vinnustofunni: Samtal listamanns og sýningarstjóra

Ásmundarsafn

til

Gestum er boðið í hádegisverð á vinnustofunni í Ásmundarsafni þegar Markús Þór sýningarstjóri fer í stúdíóheimsókn til Unnars myndlistarmanns.

Boðið verður upp á kaffi, te og samlokur. Skráning nauðsynleg. Aðgangseyrir á safnið gildir. Frítt inn fyrir handhafa árskorts og menningarkorts.

Unnar Örn er með vinnustofu sína í Ásmundarsafni um þessar mundir. Hann sækir innblástur í hvers konar skrásetningu sögunnar. Formlegar heimildir, ljósmyndir, safngripir eða önnur óformlegri vegsummerki fortíðar verða listamanninum fóður í það sem hann kallar Tilraun um tímann. Spurningar vakna um sögu, verðmætamat og valdakerfi; hvað er varðveitt, af hverjum og í hvaða tilgangi? Unnar Örn fær aðgang að einstöku sérsafni Ásbúðarsafni sem Andrési Johnson (1885–1965) ánafnaði Þjóminjasafninu. Ásbúðarsafn er enn lítt kannað og geymir þar af leiðandi margræða sögn.