
Hafnarhús
, til
Tónleikar seríunnar veita innsýn í tilraunir sem kanna hvað gerist og breytist þegar gervigreind verður hluti af tónsköpunarferlinu.
Þriðju tónleikarnir eru afrakstur náins samstarfs Júlíu Mogensen og Þórönnu Björnsdóttur sem hófst með könnun á möguleikum dórófónsins (elektró-akústískt feedback hljóðfæri Halldórs Úlfarssonar) í samtali við mismunandi rými. Þetta leiddi m.a. til sköpunar verks fyrir hljóðfærið í Gróttuvita. Sú upplifun leiddi í ljós einkar áhugaverðan grundvöll til sköpunar þar sem hljóðfæraleikarinn og nálgun tónskáldsins á tónsmíðarnar urðu óhjákvæmilega fyrir áhrifum af hljómburði rýmisins í samtali við dórófóninn.
„Untitled“ er áframhaldandi tilraun og skoðun á margþættu sambandi staðar og stundar, hljóðfæraleikara og hljóðfæra, en nú mun Stacco bætast við samtalið, en það er nýstárlegt rafsegulshljóðfæri sem Nicola Privato hefur verið að þróa undanfarin ár við Intelligent Instruments Lab.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir Árskorts- og Menningarkorthafa, frítt fyrir yngri en 18 ára.
Mynd: Antje Taiga