Zilvinas Kemp­inas: Brunnar

Zilvinas Kempinas: Brunnar

Zilvinas Kempinas: Brunnar

Hafnarhús

-

Brunnar er staðbundin innsetning þar sem segulbönd bylgjast í gusti frá aflmiklum loftræstiblásurum og mynda þannig eins konar landslag. Litháíski listamaðurinn Zilvinas Kempinas (f. 1969 ) hefur nýtt sér segulbönd úr VHS-spólum til að skapa verk sem virðast hafna upprunalegu hlutverki miðilsins.

Þessi verk eru byggð á nýrri tækni og hafa löngum vakið nostalgíu hjá þeim sem voru vanir segul- og myndböndum. Fágað og gljáandi svart bandið, 12,7 mm að breidd, rann áður af einu hjóli yfir á annað inni í plasthulstri, en hefur nú verið tekið úr hylki sínu svo að úr verður verk til að upplifa. Sýningin er hluti af menningaráætlun litháísku formennskunnar í ráði Evrópusambandsins og styrkt af menningarmálaráðuneyti Litháens..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun

Ítarefni

Listamenn

Boðskort