
Kjarvalsstaðir
-
Vestursalur
Hrafnkell er tíundi listamaðurinn sem valinn er til þátttöku í sýningaröð Listasafns Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum, þar sem farið er yfir feril lykilpersóna í íslensku listalífi.
Hvert og eitt þeirra er valið með tilliti til einstaks framlags þeirra og sérhæfingar á sínu sviði, bæði hvað viðvíkur miðlum, aðferðum og viðfangsefnum. Slík stöðutaka á sér stað í framsetningu lykilverka frá ólíkum tímum í Vestursal Kjarvalsstaða og útgáfu sýningarskrár þar sem fjallað um ferilinn í samhengi listasögunnar og samtímans.
Verk Hrafnkels draga gjarnan fram andstæður eins og á milli skipulags og óreiðu, menningar og náttúru. Listamaðurinn beinir sjónum að því hvernig mannleg kerfi takast á við náttúrulegt niðurbrot og dregur fram fegurðina í því sem við lítum oft framhjá, til dæmis rusli, sjúskuðu yfirborði og öðru í hverfulleika daglegs lífs. Þótt verk hans spretti oft úr ólífrænu umhverfi, tekst honum á einstakan hátt að kalla fram náin tengsl við mannslíkamann. Verkin eru í senn ljóðræn og hugmyndafræðileg, en búa jafnframt yfir kynngimögnuðum og dulúðugum krafti.
Hrafnkell nam myndlist í Reykjavík, Maastricht og London. Þótt hann sé hvað þekktastur fyrir ljósmyndaverk sín hefur hann allt frá tíunda áratugnum einnig unnið með myndbönd, höggmyndir, gjörninga og innsetningar.

Sýningarstjóri
Björk Hrafnsdóttir
Kynningarmynd
Hrafnkell Sigurðsson, Án titils, ljósmynd. 2001.
Listamenn