Vatn og litur

Vatn og litur

Vatn og litur

Kjarvalsstaðir

-

Í tengslum við sýninguna Blæbrigði vatnsins býðst fjölskyldum að spreyta sig á að mála með vatnslitum beint á vegginn í norðursal Kjarvalsstaða og kynnast þannig eiginleikum vatnslitarins á fremur óvenjulegan máta, því oftar en ekki spilar pappír stórt hlutverk í gerð vatnslitamynda. Í smiðjunni í norðursal er gerð tilraun til að kanna lagskiptingu vatnslitarins yfir langan tíma og skoða hvað gerist þegar málað er með gagnsæjum lit yfir annan lit. Hér gefst fjölskyldunni kjörið tækifæri til að setja sig í spor listamannsins, takast á við spennandi miðil og öðlast innsýn í eiginleika vatnslitarins..

Myndir af sýningu