Útskrift­ar­sýning Lista­há­skóla Íslands 2011

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2011

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2011

Hafnarhús

-

Í ár eru um 74 útskriftarnemendur í hönnunar og myndlistardeild sem sýna verk sín, 15 í arkitektúr, 19 í myndlist, 22 í grafískri hönnun, 9 í vöruhönnun og 9 í fatahönnun. Í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá því að hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskólans tók til starfa verður efnt til samræðuþings undir nafninu Hreyfiafl.

Samræðuþingið samanstendur af 18 kynningum auk samræðna við gesti. Lagt er upp með að varpa ljósi á verkefni deildarinnar og tenginguna út í samfélagið, ásamt því að ræða um rannsóknatengt umhverfi.

Efnt er til samræðna um samstarfsverkefni við hönnunarsamfélagið, atvinnulífið og hvernig efla megi samtal milli fræða og skapandi lista, sem og um þekkingarsköpun í hönnun..

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarskrá

Sýningarstjóri/-ar

Erling Klingenberg, Hörður Lárusson, Atli Hilmarsson

Listamenn

Sýningarskrá JPG