Útskrift­ar­sýning Lista­há­skóla Íslands 2010

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2010

Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2010

Hafnarhús

-

Verk nemenda úr myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Vídeóskúlptúrar, ljósmyndir, skrímslabangsar, samtímalistasafn, barnabækur, ýmis húsgögn, málverk, myndljóð, íslenskir draugar, ímynd kvenna, myndasögur, ljósmyndir, leturtýpur, trilla, tónletur, samgönguvél, þjóðsagnareyjan, perlaðar andlitsmyndir, gjörningar, tölvuleikur, áttundi dagur sköpunarsögunnar, port-hópur, þátttökulist...

Þetta og margt fleira getur að líta á útskriftarsýningu nemenda myndlistardeildar og hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskólans sem opnar laugardaginn 24. apríl kl.14.00 í Hafnarhúsi en sýningin er í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur.

Í ár eru um 79 útskriftarnemendur sem sýna verk sín, 47 í hönnunar-og arkitekúrdeild og 32 í myndlistardeild.

Verk nemenda á sýningunni eru afrakstur þriggja ára náms við Listaháskólann þar sem markmiðið hefur verið að skapa nemendum aðstöðu til að mennta sig sem listamenn og gera þá reiðubúna að takast á við víðtæk viðfangsefni á skapandi og gagnrýninn hátt með forvitni, áræðni og framsækni að leiðarljósi..

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarskrá

Sýningarstjóri/-ar

Daníel Karl Björnsson, Jóhann Sigurðsson, Björn Guðbrandsson

Listamenn

Boðskort

Sýningarskrá JPG