Veldu ár
Útskriftarsýning LHÍ: verandi vera
Útskriftarsýning BA nemenda í myndlist, hönnun og arkitektúr við LHÍ.
Listasafn Reykjavíkur hefur í tæplega 20 ár hýst útskriftarsýningu nemenda á BA stigi í myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Á sýningunni getur að líta lokaverkefni 75 nemenda í myndlist, grafíska hönnun, arkitektúr, fatahönnun og vöruhönnun. Verkin á sýningunni endurspegla áherslur, nám, rannsóknir og listsköpun nemenda síðastliðin þrjú ár.
Sýningastjórar eru Hildigunnur Birgisdóttir (myndlist), Sara Jónsdóttir og María Kristín Jónsdóttir (hönnun & arkitektúr).
Enginn aðgangseyrir.
Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.