ÚT Á TÚN: Útskrift­ar­sýning Lista­há­skóla Íslands 2018

ÚT Á TÚN: Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2018

ÚT Á TÚN: Útskriftarsýning Listaháskóla Íslands 2018

Kjarvalsstaðir

-

Listasafn Reykjavíkur hefur allt frá árinu 2003 hýst útskriftarsýningu hundruða nemenda á BA stigi í myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Verkin endurspegla nám, rannsóknir og listsköpun nemendanna síðustu þrjú ár. Á sýningunni getur að líta myndlist, grafíska hönnun, arkitektúr, fatahönnun og vöruhönnun. 

Hugleiðingar sýningarstjóra
Það er vor í lofti.

Útskriftarnemendur sveipa hulunni af afrakstri þriggja ára náms. Það er tími til kominn að halda ÚT Á TÚN. Eftir djúpt og persónulegt vinnuferli eru þau berskjölduð, í sýningarsal á opinberu safni. Ótvírætt er að nemendur vinna úr umhverfi sínu, áhugasviði, reynslu og ímyndunarafli. Þau auðga heiminn með hugmyndum sínum, túlkunum og skoðunum.  Tækni, efni og manneskja eru ekki ný viðfangsefni, þvert á móti. Tími okkar mótar þau, gerir þau sérstök og nýstárleg hér og nú.  Mörg verkefni spegla samtímann.

Hér er líka byggt á gömlum grunni. Við erum lokkuð til að fara dýpra og virkja öll skynfærin. Vel kunnug efni, í nýju samhengi, frá nýju sjónarhorni. Uppskerunni fylgir óviðjafnanleg frelsistilfinning en víðáttan er í senn óræð og spennandi. Hvert á ég að fara næst? Hvað geri ég nú?  

Úrskriftarverkefnin eru veganesti nemenda inn í næsta áfanga. Varðan sem mun leiða þau að næstu vörðu. Möguleikarnir eru óteljandi, allt eftir því hvernig við horfum á sjóndeildarhringinn. Útskriftarnemendur leggja margs vísari út í óvissuna þar sem leitin heldur áfram: ÚT Á TÚN. Verslun nemenda
Verslun nemenda verður opin á meðan sýningunni stendur. Þar verður til sölu sýningarskrá myndlistardeildar, bók með verkum útskriftarnema í arkitektúr ásamt ýmis konar varningi og verkum nemenda sem tengjast útskriftarverkefnum þeirra..

Ítarefni

Sýningarstjóri/-ar

Dorothée Kirch - Myndlist, Birta Fróðadóttir - Hönnun og arkitektúr