Úr safni Gunnars Sigurðs­sonar

Úr safni Gunnars Sigurðssonar

Úr safni Gunnars Sigurðssonar

Kjarvalsstaðir

-

Verk úr safni Gunnars Sigurðsson 91 verk eftir 22 listamenn. Eitt af framtíðarverkefnum Listráðs að Kjarvalsstöðum er að standa fyrir sýningum á einkasöfnum íslenskra listsafnara sem mörg hver eru einstök. Þessi sýning á safni Gunnars heitins Sigurðssonar er sú fyrsta og er hún að því leyti sérstök að Gunnar var ekki einungis fagurkeri, heldur einnig náinn vinur listamanna af þeirri kynslóð sem komst til þroska á árunum 1945-1960.

Sýningin ber því vitni góðum smekk og djörfung Gunnar Sigurðssonar og er jafnframt yfirlitssýning í hnotskurn á myndlist þessara ára..