Undraland: Finnur Arnar með verk í vinnslu

Svarthvít mynd af Finni Arnari Arnarssyni

Undraland: Finnur Arnar með verk í vinnslu

Ásmundarsafn

-

Finnur Arnar Arnarson vinnur oftar en ekki með samband manns og umhverfis í verkum sínum.

Hugmyndum sínum finnur hann form í margskonar miðlum, s.s. skúlptúr, innsetningum og ljósmyndum.

FInnur Arnar stundaði nám, fyrst í skúlptúrdeild en síðan í fjöltæknideild Myndlista og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1991. Hefur samhliða myndlist sinni hannað leikmyndir fyrir leikhús, sýningar fyrir söfn og stofnanir ásamt því að kenna myndlist. Var listrænn stjórnandi og rak Menningarhúsið Skúrinn á árunum 2012 - 2014. Verk Finns Arnar eru allajafna á mörkum náttúru, mennsku og menningar - þau eru hugleiðingar um smæð mannsins gagnvart stærri og sterkari öflum og hvernig sú staðreynd breytir skynjun okkar á eigin tilveru

Undraland er verkefni tileinkað sögu Ásmundarsafns. Þar var heimili og vinnustofa Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara (1893-1982) sem hann hannaði sjálfur og byggði á árunum 1942-1950. Lóðin var í túnfæti bæjar sem hét Undraland. Ásmundur ánafnaði Reykjavíkurborg húsið og verk sín eftir sinn dag og var þar stofnað safn helgað minningu hans árið 1983. Þá fjóra áratugi sem listamaðurinn starfaði í húsinu var það vettvangur frjórrar listsköpunar. Yfir allt árið 2025 hefur listamönnum verið boðin aðstaða í húsinu til þess að vinna að eigin verkum í vinnslu eða hvers konar ferli og árið 2026 ríður Finnur Arnar á vaðið sem sjötti listamaðurinn með verk í vinnslu í Ásmundarsafn.

Ítarefni