Uncertain States of America

Uncertain States of America

Uncertain States of America

Hafnarhús

-

Víðtækt yfirlit nýrra strauma í bandarískri myndlist. Á sýningunni Uncertain States of America sýna 45 vonarstjörnur bandarískrar samtímalistar það besta sem er að gerast í bandarískri samtímalist í dag. Listamennirnir voru valdir af einum áhrifamestu sýningarstjórum í hinum vestræna heimi, þeim Hans Ulrich Obrist og Daniel Birnbaum en Gunnar Kvaran, fyrrum safnstjóri Listasafns Reykjavíkur starfaði einnig með þeim.

Markmið þrímenninganna var að kortleggja viðfangsefni ungra, upprennandi listamanna og á sama tíma að varpa ljósi á þær gríðarlegu breytingar sem bandarískt þjóðfélag hefur gengið í gegnum á undanförnum fimm árum.

Verk listamannanna voru valin úr þúsundum af innsendum tillögum en öllum er listamönnunum sammerkt að vera á þrítugs- og fertugs aldri og vinna verk sín í fjölbreytta miðla. Margir af listamönnunum eru þegar komnir á spjöld alþjóðlegra listatímarita en þess má geta að Flash Art valdi ellefu þeirra sem topp hundrað listamenn í heiminum í dag.

Sýningin var fyrst sett upp í Astrup Fearnley safninu í Ósló, Noregi, en hefur frá því verið sett upp í New York, Lundúnum, Frakklandi og Þýskalandi og fer héðan til Danmerkur og Kína..

Myndir af sýningu