Tomas Mart­išauskis: Vera

Tomas Martišauskis: Vera

Tomas Martišauskis: Vera

Hafnarhús

-

Vera er nýjasta verk litháíska listamannsins Tomas Martišauskis en hér kemur fram póstmódernísk sýn á tengsl höggmynda og rýmis. Listamaðurinn umbreytir einstökum skúlptúr í form nútímamiðla og víkkar þannig út hugmyndir okkar um hefðbundna skúlptúra. Verkið og þrjár birtingarmyndir þess eru sýndar en þær koma fram í þrívíddarmynd, á myndbandi og í hljóðmynd.

Hið mótsagnakennda samband milli verksins og afritanna sýnir ólíka þætti verksins: Innviði þess og ytra borð, hljóðheim og þrívídd í hreyfimynd og teikningu. Tomas Martišauskis (f. 1977) býr og starfar í Vilníus í Litháen.

Tomas Martišauskis útskrifaðist með meistaragráðu frá höggmyndadeild listaakademíunnar í Vilníus árið 2006. Árið 2005 stundaði hann nám við höggmyndadeild finnsku listaakademíunnar, KUVA. Sýningin er hluti af menningaráætlun litháísku formennskunnar í ráði Evrópusambandsins og styrkt af menningarmálaráðuneyti Litháens..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun

Ítarefni

Listamenn

Boðskort