Þorvaldur Þorsteins­son: Ég gerði þetta ekki

Þorvaldur Þorsteinsson:    Ég gerði þetta ekki

Þorvaldur Þorsteinsson: Ég gerði þetta ekki

Hafnarhús

-

Líf einstaklinga, hvort sem um er að ræða einkalíf eða opinbert líf, eru órjúfanlegur hluti af samtímalistinni. Frá byrjun tíunda áratugarins hefur Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur, velt fyrir sér hlutverki listamannsins, listhugtakinu og mörkum listar og veruleika. Með skýrri sýn sinni gerir hann listina og sköpunarkraftinn að sjálfsögðum þætti lífs okkar, heild þar sem við erum öll þátttakendur.

Á sýninguna "Ég gerði þetta ekki" hefur Þorvaldur valið blöndu af gömlum og nýjum verkum, myndbönd og innsetningar ásamt atburðum sem gerast utan veggja sýningarsalanna.

Þau sýna okkur á örvandi, ögrandi og kankvísan hátt hvernig hægt er að sjá og skynja lífið og hversdagsleikann.

Titlar verkanna gefa til kynna merkingu og eru vegvísar, en í einfaldleika þeirra er falin þversögn. Undir yfirborði einfaldleikans býr margræðni og skyndilega stendur áhorfandinn berskjaldaður frammi fyrir sjálfum sér. Val okkar sjálfra, hræðsla og möguleikar koma í ljós. "Ég gerði þetta ekki" er stærsta yfirlitssýning á verkum Þorvaldar Þorsteinssonar á Íslandi og er unnin í náinni samvinnu Listasafns Reykjavíkur og Göteborgs Konsthall..

Myndir af sýningu