Hafnarhús
-
Hljóðverk, 6:04:10 klst, í stereó. Lyfta, magnari, spilari, hátalari. Unnið í samvinnu við Kristján Eggertsson.
Frumflutt í Art in General, New York, 2012. All State er hljóðinnsetning sérstaklega unnin fyrir lyftuna í Art in General í New York þar sem hún var frumflutt árið 2012. Verkið tekur um sex klukkutíma og samanstendur af leikandi, rytmískum endurtekningum. Útgangspunktur All State er hreyfing og endurtekin hljóð lyftunnar. Innsetningin magnar upp rýmið og staðsetur áhorfandann mitt á milli hlutlauss og umbreytts rýmis.
All State hefur verið sett í nýtt samhengi í Hafnarhúsinu en þar er lyftan nýrri og hraðvirkari.
Gangur hennar er mýkri og hljóðlátari. Opnunartímar Hafnarhússins eru lengri en í Art in General og því þarf nú að spila hljóðverkið í lúppu til þess að láta það endast út opnunartímann. Í stað þess að skapa undarlega tvítekningu hljómar All State í Hafnarhúsinu líkt og röð hljóðmynda sem unnar eru hver ofan í aðra og einkennast frekar af eyðum og misræmi en sameiginlegum einkennum. Á þennan hátt er hinn óvissi þáttur rýmisins opnaður upp á leikandi máta, þættir tengdir sálfræðilegri og rýmislegri upplifun eru víkkaðir út og settir í samhengi við umfangsmeiri menningarlega, vélræna og stofnanalega óvissu..
Listamenn