Veldu ár

2023 (1)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
04.06.2022
05.06.2022

Sun & Sea

  • Sun & Sea

Við erum stödd á strönd. Brennheit sól, lykt af sólarvörn og marglit sundföt. Sveittir lófar og leggir. Þreyttir líkamar liggja letilega þvers og kruss yfir mósaíkmynstur handklæða. Við heyrum skræki í börnum, hlátur, bjöllu ísbíls í fjarska. Taktfast öldugjálfur róar hugann. Plastpokar þyrlast með skrjáfi um loftið og aðrir fljóta á yfirborðinu líkt og þöglar marglyttur. Gnýr í eldfjalli eða flugvél eða spíttbáti. Svo taka raddir að hljóma: Hversdags-söngvar, söngvar um áhyggjur og leiðindi, söngvar um nánast ekki neitt.  Og undir marrar jörðin, örmagna; tekur andköf.

Sun & Sea er eitt umtalaðasta listaverk síðari ára og hefur heillað unga sem aldna. Sýningunni hefur verið lýst sem „algjörri opinberun” (Artnet) og „sálusöng yfir myrkvun jarðar ... hreint einstakri sýningu” (Guardian) en hún sló í gegn á Feneyjatvíæringnum 2019 þar sem hún var framlag Litháa. Verkið hreppti aðalverðlaun hátíðarinnar, Gullna ljónið. Port Hafnarhússins breytist nú í strönd þar sem svartur, íslenskur sandur myndar undirstöðuna fyrir flutning þrettán söngvara. Sun & Sea er langvarandi innsetning/gjörningur sem mun hrífa, koma á óvart og útmá mörk milli listgreina.

Verkið er flutt í stöðugri endurtekningu, fjóra tíma hvorn sýningardag frá kl. 12-16.00. Áhorfendur geta komið og farið að vild.

Höfundar: Rugilė Barzdžiukaitė, Vaiva Grainytė, Lina Lapelytė. Sýningarstjóri: Lucia Pietroiusti. Tæknistjóri: Lique van Gerven. Hljóðmeistari: Romuald Galiauskas. Stjórnandi sýningaferðalags og sviðsstjóri: Erika Urbelevič. Útlitshönnun: Goda Budvytytė. Enskur texti: Rimas Uzgiris. Upprunaleg framleiðsla: Neon Realism. Framleiðandi: Aušra Simanavičiūtė.

Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík.

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.

Viðburðir tengdir sýningu

Sun & Sea
Hafnarhús
4. júní 2022 - 12:00 til 5. júní 2022 - 16:00