Sólveig Aðal­steins­dóttir

Sólveig Aðalsteinsdóttir

Sólveig Aðalsteinsdóttir

Kjarvalsstaðir

-

Á sýningunni er skúlptúr, ný verk eftir Sólveigu Aðalsteinsdóttur. Sólveig er í hópi efnilegustu myndlistarmanna okkar af yngri kynslóð. Hún fer ótroðnar slóðir í listsköpun sinni, velur sér viðfangsefni með djúpa félagslega skírskotun og opnar sýn inn í veruleika sem fær nýjar víddir vegna þews að hann er settur fram af sköpunargleði og miklu listrænu innsæi.

Sólveig er fædd 1955, nam við MHÍ, New York Feminist Art Institute, Whitney Museum of American Art, Indipendent Studio Program í New York og Jan van Eyck Akademie í Maastricht í Hollandi.

Sólveig hefur haldið 7 einkasýningar á árunum 1982-94 og verið með í yfir 20 samsýningum á árunum 1979-1993..