Veldu ár

2023 (15)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
05.02.2009
10.05.2009

Skuggadrengur - Heimur Alfreðs Flóka

Staða Alfreðs Flóka í íslenskri myndlistarsögu er einstök. Hann sótti sér innblástur í aðferðir symbólismans og súrrealismans, í fræði dulspekinga og  skálda, og veigraði sér ekki við að hneyksla meðborgara sína með þeim djörfu hugarmyndum sem þær dökku lindir fóstruðu. Á fyrstu sýningu Flóka, árið 1959, kom í ljós að hann mundi sigla gegn straumi tímans. Ekki einasta hafnaði Flóki málverkinu og afstraktlistinni heldur voru myndefni fígúratívra blek- og kolateikninga hans vægast sagt framandi íslenskum sýningagestum. Áhorfandanum var svipt úr grámyglu Reykjavíkur inn í heim þar sem mannleg tilvera birtist í sinni ýktustu mynd: Æxlun og dauði, harðlífislegir trúarofstækismenn í glímu við glottandi hispursmeyjar, ris eða rotnun holdsins, graðir apakettir og fínar frúr með vafasama fortíð. Og líkt Karen Blixen og Jorge Luis Borges sem endurlífguðu í sögum sínum gamlar frásagnaraðferðir nýtti Flóki sér myndsýn liðins tíma og gerði að sinni eigin. En þótt sú rækt sem Flóki lagði við myndheima sína minni oft meira á vinnubrögð skálda en myndlistarmanna, þá dylst engum sem lítur yfir æfiverk hans að hann leitaði sífellt nýrra leiða í útfærslu þeirra; stundum er línan hrein og úthugsuð, oft óróleg og ágeng.

Á þessari yfirlitssýningu kynnumst við bæði hinum starfsama listamanni Alfreð Flóka og þeim leikglaða Flóka sem spilaði á forvitni fólks um persónu hans með ögrandi yfirlýsingum í blaðaviðtölum. Eftir standa verkin, vitnisburður um mann sem horfði í hyldýpið og flutti okkur – sem sjálf litum undan – sögur af því stefnumóti, skelfilegar og skrýtnar sýnir, teiknaðar með myrkri, bæði rauðu og svörtu.

Sjón

Listamaður/-menn: 
Ljósmyndari mynda af sýningu: 
Arnaldur Halldórsson
Sýningarstjóri/-ar: 
Sjón
Sýningarskrá: 
Myndir frá opnun: 
Viðburðir tengdir sýningu: 
Fimmtudag 5. mars kl. 20 Hafnarhús – Skuggadrengur Íslenskur symbolismi. Sýningar-stjórinn Sjón stýrir umræðum og upplestri. Sunnudag 15. mars kl. 15 Hafnarhús – Skuggadrengur Upplestur og spjall. Sjón skoðar sýninguna með tveimur vinum Flóka. Sunnudag 19. apríl kl. 15 Hafnarhús – Skuggadrengur List og rýni. Sýningarstjórinn Sjón rýnir í hugtakið súrrealismi og hvernig það tengist sýningu Alfreðs Flóka. Fimmtudag 7. maí kl. 20 Hafnarhús – Skuggadrengur Sýningarstjórinn Sjón skoðar sýninguna með tveimur vinum Flóka. Lesið verður upp úr tengdum verkum og fjallað um tilurð og tilgang sýningarinnar.

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.