Skoðum mynd­list. Heim­sókn í Lista­safn Reykja­víkur

Skoðum myndlist. Heimsókn í Listasafn Reykjavíkur

Skoðum myndlist. Heimsókn í Listasafn Reykjavíkur

Kjarvalsstaðir

-

Á sýningunni eru myndir úr bókinni "Skoðum myndlist - Heimsókn í Listasafn Reykjavíkur". Verkin eru sýnd í norðursal Kjarvalsstaða í röð sýninga sem sérstaklega eru settar upp með börn í huga. Bókin "Skoðum myndlist" hefur að geyma fjölbreytt listaverk eftir unga og eldri listamenn.

Þrír forvitnir krakkar og klókur hundur fylgja lesendum gegnum fróðlegt og skemmtilegt ferðalag um heim myndlistarinnar. Höfundar eru Anna C. Leplar og Margrét Tryggvadóttir..