Skák­list

Skáklist

Skáklist

Kjarvalsstaðir

-

Fimmtán frumleg og óhefðbundin skákborð eftir kunna, alþjóðlega samtímalistamenn.

Hvert skáksett byggir á eigin hugmyndafræði og endurspeglar auðugt ímyndunarafl listamannanna. Meðal listamanna eru Damien Hirst, Maurizio Cattelan, Chapman bræður, Rachel Whiteread og fleiri.

Sýningarstjórar eru Mark Sanders, Julia Royse og Larry List. Einnig verða til sýnis skáksett íslenskra listamanna m.a. útitaflmenn Jóns Gunnars Árnasonar.

Í tengslum við sýninguna var haldin opin listsmiðja, "Leikur á borði," þar sem öll fjölskyldan getur sameinast um gerð taflmanna úr óhefðbundnum hlutum.

Viðburðir tengdir sýningu: Sunnudag 8. mars kl. 13 Kjarvalsstaðir – Fundarsalur Leikur á borði.

Fjórir leikskólar á höfuðborgarsvæðinu sýna skákborð sem börnin hafa gert í samstarfi við Skákakademíu Reykjavíkur..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun