Veldu ár

2020 (4)
2019 (26)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (23)
2010 (26)
2009 (26)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
24.01.2009
13.04.2009

Skáklist

Á öllum tímum og í öllum menningarheimum hafa listamenn haft áhuga á skák, „konunglegum leik“ stjórnenda, hermanna, fanga og útlaga. Samfara miklum þjóðfélagslegum breytingum allt frá upphafi 20. aldar til dagsins í dag hafa listamenn í auknum mæli notað myndmál og hugmyndir úr skák í listsköpun sinni. Skák hefur nýst sem mjög útbreitt líkan af þjóðfélagi, líkan sem listamenn endurhanna og laga að hugmyndum um kærleika, stríð og leik.

Sigmund Freud leit á skák sem hliðstæðu sálgreiningar, „kortlagningu hugans“, en Frakkinn Marcel Duchamp leit á skák sem list. Árið 1944 staðhæfði súrrealistinn og kenningasmiðurinn Andre Breton: „það sem verður að breytast er leikurinn sjálfur, ekki taflmennirnir“. Flúxus-listamenn sjöunda áratugarins léku sér að því að endurhanna skákleikinn og notuðu hann sem vettvang til að kanna skynjun og mörk sjálfsmyndarinnar.

Í sýningunni á Listasafni Reykjavíkur nota þekktir samtímalistamenn skapandi leik, ýmist alvarlegan eða fjarstæðukenndan, til að reyna á mörk gagnvirkni; kanna raunverulegt og ímyndað hugarástand; breyta samskiptahefðum skáklistarinnar með ákafri nánd og skapa innan hennar ný séreinkenni með nýjum túlkunaraðferðum og tengingum.

Marcel Proust sagði eitt sinn að það sem okkur vantaði væri ekki nýtt landslag, heldur ný sýn. Á þessari sýningu leiðandi listamanna má virða fyrir sér, frá nýjum sjónarhornum, félagslegt landslag séð gegnum skák. En landslag skákleiksins sjálfs er óháð tíð og tíma og mun áfram standa opið fyrir glöggskyggni og innsýn listamanna framtíðarinnar.

 

Boðskort: 
Sýningarskrá: 
Umfjöllun fjölmiðla pdf: 
PDF icon 25356693.pdf (768.06 KB)
Myndir frá opnun: 
Viðburðir tengdir sýningu: 
Laugardag 24. janúar kl. 16 Kjarvalsstaðir – Skáklist Opnun og listsmiðja. Opnun sýningarinnar Skáklist í vestursal og listsmiðjunnar Leikur á borði fyrir alla fjölskylduna í norðursal. Í listsmiðjunni, sem er opin allt sýningartímabilið, er lögð áhersla á gerð taflmanna og skákborða. Sunnudag 25. janúar Kjarvalsstaðir – Skáklist Kl. 14 Listamannaspjall Sunnudag 8. febrúar kl. 15 Kjarvalsstaðir – Skáklist Skák og mát. Skákeinvígi þar sem leikið er með taflmenn á sýningunni Sunnudag 22. febrúar kl. 15 Kjarvalsstaðir – Skáklist List og rýni. Rýnt er í hugtakið fagurfræði og hvernig það tengist skák. Sunnudag 29. mars kl. 15 Kjarvalsstaðir – Skáklist Fyrirlestur um sögu skáklistarinnar. Í samvinnu við Skákakademíu Reykjavíkur og Skáksamband Íslands. Sunnudag 5. apríl kl. 15 Kjarvalsstaðir – Skáklist Skák og mát. Skákeinvígi þar sem leikið er með taflmenn á sýningunni.

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.