„Sjálf­stætt fólk“ - Frum­kvæði lista­manna og samstarf

„Sjálfstætt fólk“ - Frumkvæði listamanna og samstarf

„Sjálfstætt fólk“ - Frumkvæði listamanna og samstarf

Hafnarhús

-

Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús er einn helsti vettvangur samstarfsverkefnisins „Sjálfstætt fólk“ sem hefst formlega laugardaginn 19. maí. Verkefnið hverfist um samstarf í samtímamyndlist en þátttakendur eru myndlistarmenn frá öllum Norðurlöndunum, Eystrasaltslöndunum, Bretlandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og víðar.

Sýningarstjóri er listheimspekingurinn og rithöfundurinn Jonatan Habib Engqvist, sem er kunnur fyrir aðkomu sína að fjölmörgum alþjóðlegum sýningum og verkefnum undanfarin ár.

Verkefnið er unnið í samvinnu við Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2012. Helsti styrktaraðili verkefnisins er Nordic Culture Point.

Í Hafnarhúsinu verða eftirfarandi listamannateymi kynnt:

Anonymous: Mér finnst að listin eigi ekki að eiga neitt sameiginlegt með kenningum sem snúast ekki um hana. Þá er hún of lík áróðri. – Marchel Duchamp

Elin Strand Ruin + The New Beauty Council hafa tekið höndum saman við Listaháskóla Íslands og íslenska prjónaklúbba við gerð Knitting House (Prjónahússins). Upphaflega varð það til í útjaðri Stokkhólms vegna áhuga á þeirri stefnu sem einkennt hefur blokkarhverfi félagslegra íbúða í Evrópu á eftirstríðsárunum, sérstaklega á Norðurlöndum.

Einnig réði því forvitni um hvernig lífi fólk lifir bakvið hina fjöldaframleiddu steinsteyptu veggi. Prjónahúsið snýst um athöfnina að prjóna þar sem hver lykkja er úthugsuð og rými hugsunarinnar verður sýnilegt, færir oikos út í hið almenna rými.

Goksøyr & Martens: Þetta er ekki verk með boðskap. Það tekur ekki afstöðu, heldur sýnir palestínskt sendiráð á röngum stað. Á táknrænan hátt er það hýst í loftbelg. Haustið 2009 flaug loftbelgurinn innan norskrar lofthelgi í nokkrar klukkustundir með norska og palestínska stjórnmála- og fræðimenn innanborðs og ræddu þeir lýðræðislega og diplómatíska möguleika palestínsku þjóðarinnar. Viðræðunum var útvarpað til áhorfenda á jörðu niðri; þær voru vonarglæta fyrir suma en fyrir aðra lýsing á klemmu Palestínumanna. Myndbandinu verður fylgt eftir með umræðum um samskipti Íslands og Palestínu.

Institutt for Degeneret Kunst Institutt for Degeneret Kunst (Stofnun úrkynjaðrar listar) er samstarfshópur sem kýs að tala um sig í fyrstu persónu kvenkyni eintölu sem „sameiginlegt hrun nokkurra aðskilinna eininga“. Í því skyni að reyna að starfa gegnum „samruna ferla sem gerast á sama tíma“ til þess að verða ein af fjöldanum, hefur hún tilkynnt að hún muni gera hvað eina sem er ekki ætlast til af henni og hefur vinsamlega samþykkt að sýna hinar áþreifanlegu aðferðir sínar í Listasafni Reykjavíkur. Verkum stofnunarinnar mætti lýsa sem innsetningum fundinna hluta eða útvíkkun málverksins.

Jóna Hlíf Halldórsdóttir & Hlynur Hallsson: Framvinda og ferlið við gerð sýningu er augljóst á því er augljóst á því hvernig Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Hlynur Hallsson nota Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús. Blatt blað er tímarit sem dregur dám af Magazine for Everything sem Dieter Roth gaf út. Rúmlega hundrað listamenn eiga aðild að verkefninu og nýjasta tölublaði tímaritsins. Þeir setja fram yfirlýsingar, gagnrýni og standa fyrir opnum umræðum. Ræður og framsögur fræðimanna, aðgerðarsinna og listamanna verða teknar upp og sýndar á skjám í sýningarrýminu.

Fimmtudag 24. maí kl. 12:15 – 12:45
JBK Ransu – Saga abstraktlistar, taka tvö

Fimmtudag 31. maí kl. 12:15
K(e)rfi - Arnar Eggert Thoroddsen tónlistargagnrýnandi og Hjálmar Stefán Brynjólfsson lögfræðingur.

Fimmtudag 7. júní kl. 12:15
Kerfi - Þóranna Björnsdóttir mynd- og hljóðlistamaður og Þráinn Hjálmarsson, tónskáld.

Fimmtudag 14. júní kl. 12:15
„Af auðveldi og myndlistarheimi – lærdómur dreginn af ástandinu.“ Hlynur Helgason myndlistarmaður og heimspekingur.

Fimmtudag 9. ágúst kl. 12:15
The systems of collaboration Tinna Grétarsdóttir mannfræðingur

Fimmtudag 16. ágúst kl. 12:15
Listsköpun er praktískt fyrirkomulag Halldór Úlfarsson myndlistarmaður og Páll Ivan Pálsson tónskáld.

Fimmtudag 23. ágúst kl. 12:15
Endemis vitleysa -Skipuleggjendur Endemis, tímarits um samtímalist íslenskra kvenna.

Kling & Bang
Hópurinn að baki Kling & Bang tekur oft beinan þátt í listsköpun með þeim sem sýna í galleríinu. Á Listahátíð munu A Kassen og 1857 sýna í Kling & Bang gallerí en listamennirnir sem reka galleríið munu sýna í Listasafni Reykjavíkur. Þar sýna þeir innsetningu með safni myndbandsverka eftir ýmsa listamenn sem tengst hafa galleríinu í gegnum árin. Hálfsmánaðarlega verður nýjum listamanni boðið að taka innsetninguna yfir með einkasýningu.

The Demented Diamond of Kling & Bang’s Confected Video Archive – Dagskrá:

24. Maí kl. 17 Paul McCarthy, Jason Rhoades and Kling & Bang, Sheep Plug (2004). 7. Júní kl. 17 Sirra Sigrún Sigurðardóttir
21 júní kl. 17 Kolbeinn hugi Höskuldsson
5.júlí kl. 17 Ragnar Helgi Ólafsson
19. júlí kl. 17 Þórgunnur Oddsdóttir
2. ágúst kl. 17 Brot úr verkum K&B
16. ágúst kl. 17 Loji Höskuldsson
30. ágúst kl. 17 Gullmoli

Þetta er ekki verk með boðskap. Það tekur ekki afstöðu, heldur sýnir palestínskt sendiráð á röngum stað. Á táknrænan hátt er það hýst í loftbelg. Haustið 2009 flaug loftbelgurinn innan norskrar lofthelgi í nokkrar klukkustundir með norska og palestínska stjórnmála- og fræðimenn innanborðs og ræddu þeir lýðræðislega og diplómatíska möguleika palestínsku þjóðarinnar. Viðræðunum var útvarpað til áhorfenda á jörðu niðri; þær voru vonarglæta fyrir suma en fyrir aðra lýsing á klemmu Palestínumanna. Myndbandinu verður fylgt eftir með umræðum um samskipti Íslands og Palestínu.

Institutt for Degeneret Kunst Institutt for Degeneret Kunst (Stofnun úrkynjaðrar listar) er samstarfshópur sem kýs að tala um sig í fyrstu persónu kvenkyni eintölu sem „sameiginlegt hrun nokkurra aðskilinna eininga“. Í því skyni að reyna að starfa gegnum „samruna ferla sem gerast á sama tíma“ til þess að verða ein af fjöldanum, hefur hún tilkynnt að hún muni gera hvað eina sem er ekki ætlast til af henni og hefur vinsamlega samþykkt að sýna hinar áþreifanlegu aðferðir sínar í Listasafni Reykjavíkur. Verkum stofnunarinnar mætti lýsa sem innsetningum fundinna hluta eða útvíkkun málverksins.

Nomeda & Gediminas Urbonas 
+ MIT 4.333
Nomeda og Gediminas Urbonas eru þekkt fyrir samfélagslega þátttökulist og þverfaglega nálgun. Þau skoða átök og mótsagnir efnahagslegra, félagslegra og pólitískra aðstæðna, sérstaklega í Sovétríkjunum eða í tengslum við þau. Á Listahátíð eru þau í samvinnu við háskólanema frá Massachusetts Institute for Technology, MIT 4.333.

Stúdenta-Urbonas samsteypan speglar tækni sem notuð er til hernaðar á gagnrýninn hátt gegnum fjörlega og að því er virðist sakleysislega listsköpun. Hearsay House er þverfagleg rannsókn og afbygging á sameiginlegri sögu Bandaríkjanna og Evrópu á hinu „hlutlausa svæði“ Reykjavíkur sem birtist í innbyggðum frásögnum Höfða.

Steina
Steina mun koma fram á hátíðinni með raflistamönnum sem standa að Raflosti, vettvangi íslenskrar raflistar. Markmiðið með samstarfi þeirra er að auka veg íslenskra grasrótarlistamanna á sviði raflistar í tónlist og myndlist með því að kynna raflist fortíðar og samtíðar og vonandi geta af sér list framtíðar.

Gjörningaklúbburinn
Allt frá árinu 1996 hefur Gjörningaklúbburinn velt fyrir sér mannlegri reynslu og upplifunum, hlutverkum okkar í samfélaginu, spurningum um kyn og kynhlutverk. Skoðað menningu og náttúru, og hið persónulega andspænis hinu almenna í verkum sínum, með samvinnu, efniskennd, margræðni og gjörninga að leiðarljósi. Þær sýna sviðsettar ljósmyndir og innsetningu í Listasafni Reykjavíkur.

The Leyline Project (Jarðárur)
Steingrímur Eyfjörð og Ulrika Sparre mynda vanheilagt bandalag í því skyni að skipuleggja rými eftir ólíkum kenningum um jarðárur, orkulínur og stefnu haugskipa. Þau skoða einnig aðrar gerðir orku, raunverulegar og ímyndaðar, og skylda neðanjarðarmenningu. Einnig taka þátt í verkefninu Kristín Dagmar Jóhannesdóttir og Diana Kaur sýningarstjórar, Guðlaugur K. Óttarsson fjöltæknifræðingur, uppfinningamaður og tónlistarmaður og Áki Ásgeirsson tónskáld. Fyrirbærið sem þau rannsaka er flókið og umdeilt. Vegna hinnar einstöku orku frá Snæfellsjökli mun teymið leggja land undir fót og heimsækja Sönghelli á Snæfellsnesi og vonandi koma færandi hendi með orku í safnið.

Útúrdúr
Bókaútgáfan Útúrdúr, sem stofnuð er af listamönnum, opnar tímabundið útibú andspænis hinni hefðbundnu bókaverslun í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Útibúið verður opið allt sumarið og býður upp á lítið eitt öðruvísi uppstillingu. Verkefnið er unnið í samvinnu við Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2012. Helsti styrktaraðili verkefnisins er Nordic Culture Point. Sjá nánar um heildarverkefnið á www.independentpeople.is

Nánari upplýsingar (pdf)

Dagskrá: Laugardag 19. maí kl. 21-23 Hafnarhús – „Sjálfstætt fólk“ Raflost & Steina Vídeó listamaðurinn Steina flytur verkið Violin Power í portinu, en hún er sérstakur gestur Raflosts, Hátíðar íslenskrar raftónlistar, þetta ár. Aðrir flytjendur eru Arduino-bandið og Hestbak sem flytur verk eftir meðlimi S.L.Á.T.U.R.s.

Mánudag 21. maí kl. 15-17 Hafnarhús – „Sjálfstætt fólk“ The Leyline Project Listamennirnir Steingrímur Eyfjörð & Sparre leiða rannsóknarsmiðju um Jarðárur.

Miðvikudag 23. maí kl. 14-16 Hafnarhús – „Sjálfstætt fólk“ Raflost & Steina Steina tekur þátt í spjalli um verk sín ásamt öðrum listamönnum hátíðarinnar. Viðburðurinn fer fram á ensku.

Fimmtudag 24. maí kl. 12:15 Hafnarhús – „Sjálfstætt fólk“ Hlynur Hallsson & Jóna Hlíf Halldórsdóttir JBK Ransu myndlistarmaður og listgagnrýnandi flytur hádegisfyrirlestur í tengslum við sýninguna.

Fimmtudag 24. maí kl. 17 Hafnarhús – „Sjálfstætt fólk“ Sýningarstjórinn Jonatan Habib Engqvist leiðir spjall um sýningarnar með þátttöku listamannanna. Viðburðurinn fer fram á ensku.

Fimmtudag 31. maí kl. 12:15 Hafnarhús – „Sjálfstætt fólk“ Hlynur Hallsson & Jóna Hlíf Halldórsdóttir Arnar Eggert Thoroddsen tónlistargagnrýnandi og Hjálmar Stefán Brynjólfsson lögfræðingur flytja hádegisfyrirlestur í tengslum við sýninguna.

Fimmtudag 7. júní kl. 12:15 Hafnarhús – „Sjálfstætt fólk“ Hlynur Hallsson & Jóna Hlíf Halldórsdóttir Þóranna Björnsdóttir mynd- og hljóðlistamaður og Þráinn Hjálmarsson tónskáld flytja hádegisfyrirlestur í tengslum við sýninguna.

Sunnudag 10. júní kl. 15 Hafnarhús – „Sjálfstætt fólk“ Elin Strand Ruin + The New Beauty Council Prjónakaffi í tengslum við sýninguna.

Fimmtudag 14. júní kl. 12:15 Hafnarhús – „Sjálfstætt fólk“ Hlynur Hallsson & Jóna Hlíf Halldórsdóttir Hlynur Helgason myndlistarmaður og heimspekingur flytur hádegisfyrirlestur í tengslum við sýninguna.

Fimmtudag 19. júlí kl. 20 Kvöldganga fyrir „Sjálfstætt fólk“ Listasafn Reykjavíkur leiðir göngu um sögu listamannarekinna rýma í Reykjavík í samvinnu við Nýlistasafnið. Lagt upp frá Grófarhúsi.

Fimmtudag 9. ágúst kl. 12:15 Hafnarhús – „Sjálfstætt fólk“ Hlynur Hallsson & Jóna Hlíf Halldórsdóttir Tinna Grétarsdóttir mannfræðingur flytur hádegisfyrirlestur í tengslum við sýninguna.

Fimmtudag 16. ágúst kl. 12:15 Hafnarhús – „Sjálfstætt fólk“ Hlynur Hallsson & Jóna Hlíf Halldórsdóttir Halldór Úlfarsson myndlistarmaður og Páll Ivan Pálsson tónskáld flytja hádegisfyrirlestur í tengslum við sýninguna.

Fimmtudag 23. ágúst kl. 12:15 Hafnarhús – „Sjálfstætt fólk“ Hlynur Hallsson & Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skipuleggjendur Endemis, tímarits um samtímalist íslenskra kvenna, flytja hádegisfyrirlestur í tengslum við sýninguna..

Myndir af sýningu