Sigrún Eldjárn

Sigrún Eldjárn

Sigrún Eldjárn

Kjarvalsstaðir

-

Á sýningunni eru olíumálverk eftir Sigrúnu Eldjárn. Sigrún er fædd 1954, nam í MHÍ 1974-77 og dvaldi í námi í Varsjá og Kraká í Póllandi. Sigrún hefur haldið 7 einkasýningar; í Gallerí Langbrók í Reykjavík 1980, Bókasafni Ísafjarðar 1980, Rauða húsinu á Akureyri 1981, Jónshúsi í Kaupmannahöfn 1984, Listmunahúsinu í Reykjavík 1985, Kaldalæk í Ólafsvík 1985 og á Kjarvalsstöðum 1988.

Hún hefur einnig átt þátt í 8 samsýningum. Sigrún hefur skrifað 7 barnabækur og myndskreytt þær, auk þess myndskreytt fjölda bóka annarra höfunda. Sigrún er einn stofnenda Gallerís Langbrókar..