Samsíða heimar

Samsíða heimar

Samsíða heimar

Hafnarhús

-

Ingibjörg Jónsdóttir er veflistakona og skúlptúristi og sýnir í fyrsta skipti í Listasafni Reykjavíkur áhrifamikla innsetningu sem vísar til hugmynda manna og upplifunar af tíma og rými, en sækir efni og aðferðir í heim vefnaðar. Tíminn er viðfangsefni allra tíma, samofinn spurningu okkar um tilurð alheimsins.

Uppspretta og þrætuepli heimspekinga og vísindamanna eru hverju mannsbarni undrunarefni. Tuttugasta öldin með öllum sínum framförum hefur fremur aukið á skilningsleysi okkar og vakið upp flóknari spurningar.

Þessar vangaveltur eru kveikjan að innsetningu Ingibjargar Jónsdóttur.

Ingibjörg Jónsdóttir (f. 1959) útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1980. Hún stundaði framhaldsnám í Mexíkó 1978 – 79 og við Skolen for brugskunst í Kaupmannahöfn 1983 – 84. Hún hefur haldið einkasýningar og átt verk á verk á sýningum hér heima, í Evrópu og Bandaríkjunum. Sýningin stendur til 11.

janúar 2009..

Myndir af sýningu

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarskrá

Sýningarstjóri/-ar

Hafþór Yngvason

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn

Boðskort

Sýningarskrá JPG