Sæmundur Valdi­mars­son: Fjöru­menn

Sæmundur Valdimarsson: Fjörumenn

Sæmundur Valdimarsson: Fjörumenn

Kjarvalsstaðir

-

Á sýningunni eru skúlptúrar úr rekavið eftir Sæmund Valdimarsson. Sæmundur fæddist árið 1918 að Krossi á Barðaströnd og var búsettur þar til fullorðinsára. Árið 1948 fluttist hann til Reykjavíkur og vann við vaktavinnu í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi en síðustu tvö árin hefur hann eingöngu unnið við listsköpun.

Um 1970 fór hann að setja saman myndir úr steinum og rekaviði. Fyrstu einkasýningu sína hélt Sæmundur árið 1983 og eru einkasýningar hans orðnar átta talsins..