Sæmundur Valdi­marsson

Sæmundur Valdimarsson

Sæmundur Valdimarsson

Kjarvalsstaðir

-

Einkasýning þar sem áherslan er á verk sem listamaðurinn hefur verið að vinna undanfarin ár og ekki hafa verið sýnd áður. Verk Sæmundar hafa náð miklum vinsældum meðal þjóðarinnar fyrir sérstakan stíl, en þær trémyndir sem listamaðurinn vinnur úr rekaviðardrumbum sýna oft ævintýaraverur hulduheima sem standa landsmönnum nærri í gegnum þjóðtrú og sagnaminni. Sæmundur Valdimarsson - einkasýning Inngangur.

Sýning verka Sæmundar Valdimarssonar í Listasafni Reykjavíkur Kjarvalsstöðum að þessu sinni er í raun margfaldur fagnaðarfundur.

Listamaðurinn hélt nýlega upp á áttatíu og fimm ára afmæli sitt, nú eru þrjátíu ár frá því hann hélt sína fyrstu einkasýningu, og tíu ár frá síðustu sýningu hans á Kjarvalsstöðum. Það er enginn leyndardómur hvers vegna höggmyndir Sæmundar hafa frá fyrstu tíð notið þeirra vinsælda sem raun ber vitni.

Þær fjölbreyttu persónur sem listamaðurinn hefur laðað fram úr rekaviðnum frá skógum Síberíu verða persónulegir vinir allra sem þær líta, hluti af fjölskyldunni þar sem þær búa og vísa öllum sem þeim kynnast áleiðis til systranna gleði, vonar og kærleika. Þessir eiginleikar höggmynda Sæmundar Valdimarssonar smita út frá sér, og það er víst, að allir sem munu dvelja um stund meðal þeirra á Kjarvalsstöðum munu yfirgefa safnið léttir í lund og frískir í spori..

Myndir af sýningu