Veldu ár
Rússnesk ljósmyndun - Yfirlit
Sýning frá Ljósmyndasafni Moskvu (Moscow House of Photography). Annar hluti tvíhliða sýningarverkefnis þar sem íslenskar ljósmyndir voru sýndar undir sambærilegum titli í Moskvu í nóv.-des. 2002. Á sýningunni eru sýndar ljósmyndir frá tveimur ólíkum tímabilum í sögu Rússlands, annars vegar frá fyrstu áratugum 20. aldar, og hins vegar samtímaljósmyndun.
Gestir fá þannig góða yfirsýn yfir stöðu ljósmyndunar í Rússlandi um leið og þeim birtist þjóðlífslýsing frá ólíkum tímabilum í sögu þjóðarinnar. Sýningarstjóri er Olga Sviblova, forstöðumaður Ljósmyndasafns Moskvu.


Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.