Robert Smith­son: Rýnt í landslag

Robert Smithson: Rýnt í landslag

Robert Smithson: Rýnt í landslag

Hafnarhús

-

Robert Smithson (1938–1973) er þekktastur sem einn af upphafsmönnum umhverfislistar (Land Art Movement). Á þessari sýningu er lögð áhersla á verkið Brotinn hringur/Spíralhæð sem Smithson gerði í Emmen í Hollandi árið 1971. Verkið er eina umhverfislistaverk Smithsons í Evrópu en hann lést í flugslysi tveimur árum síðar, aðeins 35 ára gamall.

Á sýningunni gefur að líta flesta þá miðla sem Smithson notaði í listsköpun sinni, svo sem teikningar, ljósmyndir, bréf og kvikmynd sem hann var að vinna að þegar hann lést.

Verkin veita góða innsýn í hugmyndafræði Smithsons um endurnýjun iðnaðarlands og hvernig hann skipulagði og byggði upp verkið Brotinn hring/Spíralhæð. Þá verða sýndar þrjár kvikmyndir um önnur umhverfislistaverk Smithsons: Spiral Jetty, Mono Lake og Swamp. Sýningarstjóri er Eva Schmidt..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun

Ítarefni

Sýningarskrá

Sýningarstjóri/-ar

Eva Schmidt

Listamenn

Boðskort

Sýningarskrá JPG