Reykjavík liðinna daga

Reykjavík liðinna daga

Reykjavík liðinna daga

Kjarvalsstaðir

-

242 ljósmyndir 5 ljósmyndara. Ljósmyndasýning Óskars Gíslasonar í tilefni af 50 ára afmæli Ljósmyndarafélags Íslands. Ljósmyndasýning Óskars Gíslasonar á Kjarvalsstöðum 1976 er fyrsta einkaljósmyndasýning hans.

Elstu ljósmyndir Óskars á sýningunni eru frá árinu 1915 eða ári áður en hann hóf nám í ljósmyndun. Yngstu ljósmyndirnar eru teknar frá sama sjónarhóli rúmri hálfri öld síðar. Meginviðfangsefni sýningarinnar er að sýna Reykjavík, líf hennar og vöxt á fyrri helmingi aldarinnar. Til stuðnings þessu viðfangsefni og í virðingarskyni við frumherja ljósmyndunar á Íslandi hefur Óskar unnið upp eftir glerplötum sem varðveittar eru í Þjóðminjasafni, ljósmyndir teknar af Sigfúsi Eymundssyni, Pétri Brynjólfssyni, Ólafi Magnússyni, kennara Óskars, og Magnúsi Ólafssyni. Flestar myndirnar hafa ekki komið fyrir almenningssjónir áður..