Kjarvalsstaðir
-
Viðamikil yfirlitssýning á verkum Rögnu Róbertsdóttur þar sem getur að líta ný og eldri verk, aðallega unnin í íslenskt grjót, hraun, vikur, skeljamulning og jarðveg. Sýningarskrá verður gefin út í tengslum við sýninguna en í hana ritar Sabine Russ, fræðimaður og sýningarstjóri og rekur þar feril Rögnu, nálgun hennar og framsetningu á viðfangsefni sínu og hvernig hún hefur þróað efnis- og rýmisnotkun allt til þessa dags.
Í grein sinni ræðir Sabine Russ um þá áskorun sjónlistanna sem felst í því að fanga krafta og kynngi náttúruaflanna þar sem að orkan er ekki sýnileg. Hún kemur víða við og lýsir m.a.
einstöku sambandi Rögnu við eldfjallið Heklu: "Ragna Róbertsdóttir hefur átt í löngu ástarsambandi við Heklu, eitt glæsilegasta fjall Suðurlands sem hefur gosið á um það bil tíu ára fresti síðustu áratugi.
Ragna fer oft út á hraunbreiðuna í kringum Heklu, andar að sér nálægð hennar og safnar uppskerunni svo að segja. Hún safnar litlum, léttum molum af harðnaðri kviku eða vikri sem að eldfjallið hefur spúð í allar mögulegar áttir gegn um aldirnar. Sumir hraunmolarnir sem Ragna tínir eru úr þúsund ára gömlum gosum á meðan aðrir geta verið frá síðasta gosi í febrúar árið 2000.
Þegar Ragna hefur safnað vikri í ákveðna innsetningu ekur hún eldfjallinu heim í vinnustofu sína í Reykjavík í stórum bölum fullum af grjóti. Þar er hraunið hreinsað og flokkað og að lokum ferðast það þangað sem að listamaðurinn festir þúsundir mola á veggi eða gólf þannig að rýmið verður reimt og hlaðið eldfjallaorkunni.".
Umfjöllun fjölmiðla PDF
Sýningarskrá
Sýningarstjóri/-ar
Ágústa Kristófersdóttir
Umfjöllun fjölmiðla
Listamenn
Boðskort
Sýningarskrá JPG