Píra­míd­arnir: Erling V.Þ. Klingenberg

Píramídarnir: Erling V.Þ. Klingenberg

Píramídarnir: Erling V.Þ. Klingenberg

Ásmundarsafn

-

Ásmundur var ætíð áhugamaður um samtímalist og það sem ungt listafólk var að fást við á hverjum tíma, og því er það mjög í hans anda að öðru listafólki hefur verið boðið að sýna verk sín tímabundið í safninu samhliða verkum hans. Á síðasta vetri var þremur listamönnum boðið að skapa innsetningar í einu rými safnsins, kúlunni.

Þetta tókst afar vel, og því hefur verið ákveðið að halda áfram slíkum verkefnum, að þessu sinni í nýju rými og hefur Hekla Dögg Jónsdóttir myndlistamaður verið valin til þess að stýra þessum sýningum. Fram að vori munu þrír listamenn, sem eru að hasla sér völl í íslensku listalífi, skapa nýjar innsetningar í fyrrum vinnustofu Ásmundar í fremsta hluta safnsins, í píramídunum.

Þetta verkefni sýnir enn á ný að Ásmundarsafn er góður vettvangur fyrir lifandi myndlist, og að góð list getur opnað umhverfi sitt með óvæntum hætti.

Listamennirnir eiga það öll sameiginlegt að ögra og teygja sig út fyrir gefnar forsendur listarinnar og þar af leiðandi út fyrir meðvitaðar forsendur sinnar eigin sköpunar..