Pierre Huyghe: Í beinni - Viðburður verður sýning

Pierre Huyghe: Í beinni - Viðburður verður sýning

Pierre Huyghe: Í beinni - Viðburður verður sýning

Hafnarhús

-

Pierre Huyghe (1962) hefur vakið mikla eftirtekt síðastliðin ár. Sýningin Fagnaðargarðurinn (Celebration Park) er framhald af nýafstöðnum sýningum hans í Tate Modern og Musée d'Art moderne de la Ville í París en inniheldur einnig ný verk sem aldrei hafa verið sýnd áður. Sýningin er hluti af Frönskum menningardögum og verður opnuð á Vetrarhátíð.

Pierre Huyghe er í fremstu röð þeirrar kynslóðar ungra franskra listamanna sem komu fram á listasviðið á síðasta áratug 20.

aldar, og vinnur með fjölbreytta miðla listanna, einkum kvikmyndir og myndbönd, en einnig veggspjöld, bæklinga og ljósmyndir. Hann hefur gert fjölda verka þar sem tekist er á við áhrif bandarískra kvikmynda, og sýnir með hvaða hætti er mögulegt að umbreyta þeim ímyndum sem þar er að finna.

Huyghe er hluti af afar framsækinni kynslóð ungra listamanna og vinnur oft með öðrum listamönnum eins og Philippe Parreno og Liam Gillick; hann skapar verk sem einkennast af vitund listamannsins um gildi þeirra listastofnana sem kynna listaverkin, sem og það samband sem listaverkin verða að eiga með áhorfandanum. Hann var fulltrúi Frakklands á 49. Feneyjatvíæringnum árið 2001.

Sýningin er hluti af menningarveislunni Pourquoi Pas? - Franskt vor á Íslandi sem verður opnuð á Vetrarhátíð. Sýningin er unnin í samstarfi við Culturefrance (áður AFAA) og styrkt af Glitni..

Myndir af sýningu