Pierre Couli­beuf: Tvöföldun

Pierre Coulibeuf, The Panic Monkey (stilla), 2017, super 16mm film transferred onto HD 16:9.

Pierre Coulibeuf: Tvöföldun

Hafnarhús

-

Síðustu tuttugu ár hefur hinn franski kvikmyndagerðar- og myndlistarmaður, Pierre Coulibeuf (fæddur í Frakklandi 1949), stýrt yfir þrjátíu myndum, ýmist stuttmyndum eða kvikmyndum í fullri lengd. Hann byggir verk sín á ýmsum greinum samtímalistar, málverki, kóreógrafíu, gjörningi, ljósmyndun og bókmenntum. Á sýningunni Tvöföldun í Listasafni Reykjavíkur verða til sýnis þrjú myndbandsverk, The Panic Monkey (2017), Dédale (2009) og Delectatio morosa (1988/2006).

Nýjasta verkið var unnið í samstarfi við dansarana Ernu Ómarsdóttur og Lovísu Ósk Gunnarsdóttur og skotið í Hafnarhúsinu. Áður hefur hann unnið verk innblásin af og í samstarfi við Pierre Klossowski, Michelangelo Pistoletto, Marinu Abramovic, Michel Butor, Jean-Marc Bustamante, Jan Fabre, Meg Stuart og Angelin Preljocaj. Sýningin er uppi á sama tíma og RIFF kvikmyndahátíðin, þar sem valdar kvikmyndir Coulibeufs verða á dagskrá..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun

Ítarefni

Listamenn

Boðskort

Boðskort