Veldu ár

2022 (6)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
15.03.2003
27.04.2003

Patrick Huse: Penetration

Sýningin er lokaþáttur þríleiks eða trílógíu sem norski listamaðurinn Patrick Huse hefur unnið að á níu ára tímabili. Tvær fyrri sýningarnar voru Norrænt landslag sýnd í Hafnarborg árið 1995 og Rift sýnd á Kjarvalsstöðum 1999. Viðfangsefni Patricks í þessu langtíma sýningarverkefni eru vangaveltur um hvað náttúran er í reynd, hvernig hugtakið er notað í ýmsu samhengi og hvernig það tengist "landslagi".

Patrick hefur leitað fanga á einni breiddargráðu nokkurra landa á norðlægum slóðum, aðallega í Noregi, Svíþjóð og á Íslandi. Í texta Gunnars Sörensen í sýningarskrá með sýningunni segir m.a. um trílógíu Patricks: Norrænt landslag var útsýn frá óvistlegum svæðum sem virtist lítill vegur að lifa sig inn í eða þekkja, þar vottaði ekki fyrir mannlegri návist. Rift sýndi nærgöngular úrklippumyndir af sams konar náttúru en Penetration, sem nú er sett upp í Hafnarhúsi, má líta á sem kjarnaborun í efni og formgerð þessara úrklippna.

Verkin eru þannig fjarri því að vera landslagslýsingar, kannski er nær að líta á þau sem klókindalegan milliveg þess að vera náttúrumyndir og náttúruform í sjálfum sér. Því að í vissum skilningi vísa þau ekki til landslagsþátta heldur eru sjálf landslagsbrot, ofurseld sömu þróun myndunar og rofs og sjá má í náttúrunni.

Á sýningunni í Hafnarhúsinu gefur einnig að líta minningarbrot frá Norrænu landslagi og Rift. Patrick hefur verið tíður gestur á Íslandi vegna sýningaverkefnisins en hann hefur, þegar allt er talið, búið og starfað hér í um það bil eitt ár. Listamaðurinn er nú staddur hér á landi í tilefni opnunarinnar. Penetration var fyrst opnuð í Noregi en fer héðan til Bandaríkjanna.

Listamaður/-menn: 
Umfjöllun fjölmiðla pdf: 
PDF icon 7883052.pdf (338.7 KB)
PDF icon 13201592.pdf (2.3 MB)
PDF icon 7883622.pdf (423.95 KB)
PDF icon 7886996.pdf (119.95 KB)

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.