Kjarvalsstaðir
-
Rúrí þarf vart að kynna fyrir íslenskum listunnendum. Frá því hún hélt sínar fyrstu sýningar og gjörninga fyrir aldarfjórðungi hefur hún, með markvissum athugunum sínum á ýmsum helstu mælikvörðum mannlegrar tilveru, markað eftirtektarverð spor í íslenskum listheimi. Hún hefur tekið fyrir tímann, metrann, afstæði og samspil þessara þátta við umhverfið og alltaf nálgast viðfangsefnið á ferskan og persónulegan hátt.
Sýning Rúríar nú ber heitið Paradís? - Hvenær? og er eitt metnaðarfyllsta verkefni þessa mikilhæfa listamanns til þessa.
Hér er um að ræða eitt samfellt verk sem sýnir framgöngu okkar mannfólksins og framkomu við náungann undir lok 20. aldarinnar..
Umfjöllun fjölmiðla PDF
Sýningarskrá
Sýningarstjóri/-ar
Ólöf Sigurðardóttir
Listamenn
Sýningarskrá JPG