Hafnarhús
-
Á síðustu árum hefur Listasafn Reykjavíkur leitast við að tengjast almenningsrými borgarinnar og efna til þjóðfélagslegrar umræðu innan veggja safnsins. Ósk Vilhjálmsdóttir er sjötti listamaðurinn sem gerir sérstaka innsetningu í A-sal Hafnarhússins með þetta að leiðarljósi.
Um innsetningu sína segir Ósk: „Á botninum og hlaupum í hringi. Bítum í skott.
Erum munstruð á skip sem hangir fast á einkennilegum stað. Er þetta ljóslogandi gróðurhús. Eða tjald í hauströkkri, er einhver þarna? Við höfum alltaf verið á þessu skipi. Það hefur alltaf hangið þarna. Inni í því rúmast dýrin og mennirnir, heill heimur.”.
Umfjöllun fjölmiðla PDF
Umfjöllun fjölmiðla
Listamenn