Veldu ár

2023 (21)
2022 (16)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
09.11.2019
26.01.2020

Ólöf Nordal: úngl-úngl

Sýning á verkum Ólafar Nordal í Ásmundarsafni. Sýningin er sú fimmta og síðasta í röð einkasýninga fimm listamanna sem eiga það sameiginlegt að hafa skapað áberandi útilistaverk í borginni.

Ólöf Nordal hefur á ferli sínum skapað verk í almannarými sem eru nú órofa hluti af nærumhverfi þeirra. Þúfa er kennileiti Granda í Reykjavík sem fólk klífur og hefur stað til íhugunar við hjallinn á efsta hluta hennar. Sömuleiðis eru fótbaðs- eða vaðlaugin Bollasteinn á Seltjarnarnesi og Bríetarbrekka við Amtmannsstíg í Reykjavík griðarstaðir. Verk Ólafar krefjast einhvers af áhorfandanum hvort sem það er hugsun, hreyfing eða gjörð.

Ólöf leitast við að kanna og rannsaka byggingarefni goðsagna, hún leitar uppi það sem fellur utan hins hefðbundna og verður þannig uppspretta safna og trúar. Verk Ólafar varpa iðulega ljósi á málefni líðandi stundar um leið og þau vísa bæði fram og aftur í tíma. Hún vísar gjarnan til þjóðsagnaarfsins, þjóðlegrar arfleifðar og menningarlegs minnis sem hún setur í nútímalegt samhengi. Náttúran og tengsl okkar við landið eru henni einnig hugleikin. 

Að baki og hverju og einu listaverki er mikil heimildarvinna þar sem markmiðið er oft að hvetja fólk til umhugsunar um sig sjálft og sitt samfélag. Þar er að finna skírskotanir í sögu og menningu Íslendinga ásamt persónulegum tengingum Ólafar sjálfrar, en hún ber oft á borð sögur sem henni tengjast, sögum sem hún hefur safnað og kemur svo á framfæri í  verkum sínum. Titill sýningarinnar er vísun í eina slíka sögu þar sem Kolbeinn Jöklaskáld kveðst á við Kölska og hefur betur með því að nota orðið „úngl“ sem rímorð við tungl. Sköpunargáfan er helsti kraftur mannsinns og Ólöf beislar hann með verkum sínum. 

Á sýningunni úngl-úngl er að finna frummyndir, eftirgerðir og verk sem tengjast verkum Ólafar Nordal í almannarými. Þar verða hljóðverk og vídeóverk, til dæmis verður streymt beint frá Reykjavíkurhöfn þar sem má fylgjast með lífinu í kringum, á og við verkið Þúfu. Almannarými hafnarinnar er þannig fært inn í Ásmundarsafn. Þá geta gestir á sýningunni komist í návígi við skúlptúr Ólafar af geirfuglinum, sem alla jafna er aðeins hægt að sjá úr fjarska í fjörunni sunnan við flugvöllin í Skerjafirði. Á sýningunni má því öðlast nýja og dýpri sýn á verk listamannsins í almannarými.

Yfirlitssýningin Úngl stendur nú einnig yfir á Kjarvalsstöðum og þar er mögulegt að fá frekari innsýn inn í sköpunarheim Ólafar Nordal.

Verk Ólafar í almannarými er meðal annars að finna á eftirfarandi stöðum: Þúfa, 2013, á Granda í Reykjavík; Bríetarbrekka, 2007, við Amtmannsstíg í Reykjavík; Bollasteinn, 2005, á Seltjarnarnesi; Fuglar himins, 2007, í Ísafjarðarkirkju, Geirfugl, 1998, í Skerjafirði í Reykjavík og Tungukots-Móri, 2003, við Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga.

Ólöf Nordal er fædd árið 1961. Ólöf nam textíllist við Mynd- og handíðaskóla Íslands. Þá tók við nám í Cranbrook Academy of Art í Michigan og árið 1993 útskrifaðist hún frá höggmyndadeild Yale háskóla.

Íslenskir aðalverktakar fá þakkir fyrir flutning á verkum fyrir sýninguna. 

Árið 2019 er ár listar í almannarými hjá Listasafni Reykjavíkur og er sýningin liður í því markmiði safnsins að beina sjónum manna að þeim listaverkum sem við njótum sem hluta af daglegu lífi.

Þúfa í beinni útsendingu

Listamaður/-menn: 
Sýningarstjóri/-ar: 
Sigurður Trausti Traustason
Yean Fee Quay

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.

Viðburðir tengdir sýningu

Ólöf Nordal, Þúfa, 2013, ljósmynd: Vladimir Staykov.
Ásmundarsafn
9. nóvember 2019 - 16:00
Listasafn Reykjavíkur
Hafnarhús, Kjarvalsstaðir, Ásmundarsafn
24. desember 2019 - 10:00 til 17:00
Listasafn Reykjavíkur
Hafnarhús, Kjarvalsstaðir, Ásmundarsafn
25. desember 2019 - 10:00 til 17:00
Listasafn Reykjavíkur
Hafnarhús, Kjarvalsstaðir, Ásmundarsafn
26. desember 2019 - 13:00 til 17:00
Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn
Kjarvalsstaðir, Ásmundarsafn
31. desember 2019 - 10:00 til 17:00
Kjarvalsstaðir og Ásmundarsafn
Kjarvalsstaðir, Ásmundarsafn
1. janúar 2020 - 10:00 til 17:00