Ný list verður til

Ný list verður til

Ný list verður til

Kjarvalsstaðir

-

Hvað gerist þegar eitt skeið í listum víkur fyrir öðru? Verða skörp skil þar sem einn straumur hverfur inn í annan eða myndast iður og straumköst? Þessum spurningum snýr sýningarstjórinn Jón Proppé upp á miðjan sjöunda áratug síðustu aldar, en þá var eins og allar gáttir opnuðust.

Afdrifarík kynslóðaskipti urðu í íslenskri myndlist þar sem hin lífsseiga landslagslist svaraði ekki lengur kröfum tímans og abstraktið, sem hafði verið ráðandi í áratug, varð að víkja. Sams konar umskipti urðu í bókmenntum, leiklist og tónlist, og áhrifin flæddu milli listgreina. Nýja kynslóðin vildi eitthvað allt annað og virtist tilbúin að skoða ólíklegustu kima til að leita sér innblásturs.

Á sýningunni verður listsköpun þessa tíma skoðuð og andrúmsloftið í listaheiminum þegar ný list var að verða til.

Mörg verkanna á sýningunni hafa sjaldan eða aldrei komið fyrir almennings sjónir en að baki þeim stendur allstór hópur þekktra listamanna. Svipmyndir frá tímabilinu birtast í blaðagreinum, bókum, upptökum og fleiru auk þess sem dregnar eru fram í dagsljósið fágætar ljósmyndir frá sýningum og gjörningum.

Til að fanga andrúmsloft tímabilsins verða sýnd viðtöl við listamenn, sem settu sterkan svip á tímabilið, en þau voru gerð sérstaklega fyrir sýninguna..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun