Mojoko & Shang Liang: Gagn­virkur veggur

Mojoko & Shang Liang: Gagnvirkur veggur

Mojoko & Shang Liang: Gagnvirkur veggur

Hafnarhús

-

Reactive Wall er gagnvirkt listaverk og eitt af mörgum samvinnuverkefnum listamannsins Mojoko og tölvuforritarans Shang Liang. Mojoko gerði grafíkina sem er samsett úr 200 myndum frá popplist og dægurmenningu í Asíu og á Vesturlöndum. Hljóðnemi er tengdur í verkið og geta sýningargestir talað, blístrað eða kallað í hann og myndirnar í verkinu breytast eftir hljómi eða hljóðstyrk.

Nánari upplýsingar á: https://vimeo.com/88136459   Mojoko (Steve Lawler) fæddist í Íran, ólst upp í Hong Kong og menntaði sig í Evrópu, m.a. í hinum virta FABRICA-listaskóla í Tveriso á Ítalíu. Verk hans hafa verið sýnd um allan heim. Shang Liang er frá Singapúr og lærði m.a. tölvunarfræði í Nanyang-tækniháskólanum í Kína.

Hann hóf að starfa með Mojoko árið 2010 en þá sýndu þeir verkið Reactive Eall í Listasafni Singapúr. þar sem þeir búa báðir..

Myndir af sýningu