Mögu­leikar

Möguleikar

Möguleikar

Hafnarhús

-

Á sýningunni eru verk eftir listakonur sem hafa hlotið viðurkenningu úr Listasjóði Guðmundu S. Kristinsdóttur. Listamaðurinn Erró stofnaði sjóðinn árið 1997 í minningu frænku sinnar í því skyni að veita árlega framlag til viðurkenningar og eflingar á listasköpun kvenna sem hafa skarað fram úr.

Listamenn sem hlotið hafa viðurkenningu úr sjóðnum eru Ólöf Nordal (1998), Finna Birna Steinsson (1999), Katrín Sigurðardóttir (2000), Gabríela Friðriksdóttir (2001), Sara Björnsdóttir (2002), Þóra Þórisdóttir (2003), Guðrún Vera Hjartardóttir (2004), Hekla Dögg Jónsdóttir (2007) og Hulda Stefánsdóttir (2008).

Auk þess hlaut Margrét H. Blöndal verðlaun við opnun sýningarinnar..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun