Kjarvalsstaðir
-
Sýning á 22 málverkum eftir GN. Louise Jonasson. Tilefni sýningarinnar má rekja til heimsóknar forsætisráðherra Manitóba, Gary Doer, til Íslands en að hans ósk sýnir Louise verk sín hér á landi sem fulltrúi þeirra Íslendinga sem flutt hafa vestur um haf.
Myndir Louise eru sterk sjálfstæð listaverk og fer hún ótroðnar slóðir við gerð verka sinna.
Louise kemur í fyrsta skipti til Íslands í tilefni sýningarinnar en í sýningarskrá sem gefin er út af þessu tilefni segir Svavar Gestsson fyrrum aðalræðismaður Íslendinga í Kanada, að það stappi nærri yfirnáttúrulegum tíðindum hve margt í myndverki Louise sé íslenskt og á þá við það litaval og þá náttúrusýn sem listmálarinn endurspeglar í verkum sínum, hafandi aldrei stigið fæti á íslenska grund.
Í sama streng tekur Dr. Anne Brydon sem segir í sýningarskránni að í verkum Louise sé að finna landslag ímyndunaraflsins sem kallar fram íslenska menningu og sögu, nokkuð sem Louise hefur aldrei séð nema á ljósmyndum, í bókum og slitróttri frásögn innflytjendanna, afa hennar og ömmu og síðar föður hennar, en málverkin eru tileinkuð minningu hans.
Louise Jonasson er fædd í Winnipeg og lagði stund á listnám í Manítoba. Hún hefur haldið fjölmargar einka- og samsýningar og verk hennar eru í eigu margra opinberra stofnana í Kanada..
Umfjöllun fjölmiðla PDF
Sýningarskrá
Umfjöllun fjölmiðla
Listamenn
Sýningarskrá JPG