Martin Bigum: Heim­koman

Martin Bigum: Heimkoman

Martin Bigum: Heimkoman

Kjarvalsstaðir

-

Martin Bigum fékk sitt stóra tækifæri 1997-98 þegar fjögur dönsk listasöfn unnu saman að sýningu á verkum listamannsins frá árunum 1991 - 98 undir nafninu The Adventures of ART. Þrátt fyrir ungan aldur listamannsins (f. 1966) var þetta yfirlitssýning á verkum hans.

Sýningin náði ekki aðeins yfir málverk heldur einnig önnur listform sem listamaðurinn hefur unnið með: innsetningar, ljósmynda- og myndbandaverk ásamt ljóðlist.

Í kjölfar þessarar sýningar hefur myndlist Bigums hlotið brautargengi í sýningarsölum safna og á listahátíðum í Evrópu og USA. Sýningin "The Homecoming -The World According to ART" samanstendur af  verkum frá árunum 1997 - 2002. Á þessari sýningu eru það mestmegnis olíumálverk og úrval hans bestu verka sem eru til sýnis. Þetta er í fyrsta skipti sem svo stór yfirlitssýning verka Bigums er sett upp fyrir norræna listunnendur.

Í verkunum má bæði sjá merki heimkomu og burtfarar. Áhorfandinn verður vitni að listrænni burtför annars vegar og hins vegar þeirri nýju leið sem listamaðurinn velur.

Lítum nánar á hið síðarnefnda burtförina; allan tíunda áratuginn er ein fígúra gegnumgangandi í verkum Bigums, en það er hinn hempuklæddi litli maður ART sem er persónugerving fyrirbærisins "list". Hér eru síðustu myndir Bigums þar sem ART kemur við sögu. Art hefur, með reitt orfið hvílandi á öxlinni og langt nefið sem stingst útundan hempunni, verið leiðsögumaður okkar frá einni mynd til annarrar.

Listin hefur leitt okkur í gegnum sinn eigin heim, annaðhvort til að veita okkur nýja reynslu eða til að beita ljá sínum í hinsta sinnÍ undarlegri blöndu alvöru og leiks, kaldhæðni og nálægðar, hversdags og eilífðar, er ART miðja mynda, sem eru dularfullar, hlýjar og skemmtilegar. Þá eru þær einnig tilvísanir í list sem lengi hefur verið úrskurðuð látin, en hlotið endurnýjun lífdaga og fyrri styrk í þessum myndum. Myndirnar um ART standa fyrir þann hluta sýningarinnar sem kallast The World According to ART. Heimkoman,  The Homecoming er þá heimkoma.

Þessi hluti sýningarinnar segir frá þeim aðstæðum sem skapast þegar komið er heim til uppgjörs, þess að horfast í augu við og að geta séð tvíræða og þá þverstæðukenndu merkingu sem fylgir því. Jafnvel þótt áhorfandinn einblíni ekki á það og kunni að meta ákafa skurðpunktarins; þegar maður stendur frammi fyrir staðreyndum og gefst upp fyrir þeim, finnur maður leiðarvísa.

Áhorfandanum birtist myndræn og áhrifarík ævintýraferð sem vekur mann til umhugsunar, eða jafnvel augnabliks ljóðrænnar hugljómunar. Martin Bigum og þau söfn sem standa að baki sýningunni vilja þakka söfnurum og opinberum söfnum í Danmörku, Svíþjóð, Hollandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum sem um árabil hafa sem hafa veitt aðgang að verkum sínum..

Myndir af sýningu

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarskrá

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn

Boðskort

Sýningarskrá JPG