Kjarvalsstaðir
-
Martha Scwhartz er einn kunnasti, núlifandi landslagsarkitekt í heiminum. Innsetning hennar í garði Kjarvalsstaða skírskotar í senn til sýningarinnar Ægifegurðar og upplifunar listamannsins á náttúrunni og umræðunni um nýtingu og verndun náttúrunnar. Martha hefur unnið fjölmörg verk í þéttbýli og fer jafnan ótroðnar slóðir í að kanna og nýta nýja möguleika sem landslagið hefur upp á að bjóða.
Schwartz er myndlistarmaður og landslagsarkitekt sem í verkum sínum leitast jafnan við að gera báðum listformunum jafn hátt undir höfði.
Aðalstyrktaraðilar sýningarinnar eru Ingibjörg Kristjánsdóttir landslagsarkitekt og eiginmaður hennar Ólafur Ólafsson..
Umfjöllun fjölmiðla PDF
Sýningarskrá
Umfjöllun fjölmiðla
Listamenn
Boðskort
Sýningarskrá JPG