Hafnarhús
-
Sigurður Guðmundsson hóf listrænan feril sinn á sjöunda áratugnum. Hann er meðal kunnustu listamanna Íslands á alþjóðlegum vettvangi og hefur dvalið og starfað jöfnum höndum í Hollandi, Íslandi, Svíþjóð og á síðustu árum í Xiamen og Peking í Kína. Verk hans hafa verið sýnd í flestum stórborgum Evrópu og víða er að finna stórar höggmyndir eftir hann í opnu rými á Norðurlöndum og Mið-Evrópu.
Í Hafnarhúsinu sýnir Sigurður um 20 stór ljósmyndaverk sem hann kallar Mállausir kjarnar. Verkin hafa ekki verið sýnd áður en þau eru fyrstu ljósmyndaverk Sigurðar síðan 1980..
Umfjöllun fjölmiðla PDF
Sýningarskrá
Sýningarstjóri/-ar
Hafþór Yngvason
Umfjöllun fjölmiðla
Listamenn
Boðskort
Sýningarskrá JPG