Magnús Tómasson

Magnús Tómasson

Magnús Tómasson

Kjarvalsstaðir

-

Á sýningunni er skúlptúr, ný verk eftir Magnús Tómasson. Magnús var einn af stofnendum SÚM-hópsins á sjöunda áratugnum. Þessi hópur, sem nú er orðinn að nokkurs konar goðsögn í íslensku listalífi, braut upp hið langa tímabil, þar sem abstrakt-málverkið hafði ráðið ríkjum og kynnti þjóðinni í einu vetfangi ýmsar listastefnur samtímans eins og hugmyndalistina, fluxus, minimalisma og fleira.

Magnús er fæddur 1943 og nam í Det Kgl. Akademi for de Skönne Kunster í Kaupmannahöfn í málaralist og deildinni fyrir "Mur og Rumkunst". Magnús hefur haldið 15 einkasýningar á árunum 1962-1990 og fjölda samsýninga á árunum 1968-1994..