Magnús Sigurð­ar­son: Athöfn og yfir­skin

Magnús Sigurðarson: Athöfn og yfirskin

Magnús Sigurðarson: Athöfn og yfirskin

-

Magnús Sigurðarson hefur gert greiningu hins augljósa að viðfangsefni sínu. Að þessu sinni beinir hann sjónum að nokkrum föstum punktum tilverunnar sem fyrirfinnast bæði í náttúru og menningu.

Ýmis sköpunarverk og listaverk hafa öðlast gildi í leit manneskjunnar að hinu háleita. Þau sameina að því er virðist andstæða eiginleika, annars vegar eru þau ægifögur, yfirgnæfandi og virka á okkur í krafti umfangs síns.

Hins vegar eru þau látlaus, samhverf og höfða til okkar í einfaldleika sínum. Magnús gerir tilraun til að brjóta þessi haldreipi upp í frumeindir í leit að einhvers konar kjarna og spyr sjálfan sig og okkur í leiðinni um innri og ytri veruleika manneskjunnar og afstöðu hennar til æðri máttar.

Magnús Sigurðsson (f. 1966) stundaði listnám í Flórens á Ítalíu í studio Cecil & Graves 1987 - 88, Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1988 – 92 og hlaut MFA gráðu frá Mason Gross School of Art í Bandaríkjunum 1997. Magnús heldur sína fyrstu einkasýningu hér á landi um langt skeið, en hann hefur verið búsettur í Miami í Bandaríkjunum í yfir áratug.

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun

Ítarefni

Sýningarstjóri/-ar

Markús Þór Andrésson

Umfjöllun fjölmiðla