Magnús Árna­son: Homage

Magnús Árnason: Homage

Magnús Árnason: Homage

Ásmundarsafn

-

Homage er innsetning Magnúsar Árnasonar sem sett er upp í Kúlu Ásmundarsafns. Verkið fjallar um hugmyndina um sjálfkviknun lífs og tilraun til afsönnunar á henni og vísar í tilraun franska líffræðingsins Louis Pasteur (1822-1895). Í verkum Magnúsar má sjá leik með mörk raunveruleikans og þess óraunverulega, sannleika og skáldskap.

Í nýrri verkum hefur hann sérstaklega fengist við náttúruna og náttúrufræðin sem viðfangsefni, og vikið þess í stað frá þeim vísunum í þjóðsögur og sagnaarfinn sem var að finna í eldri verkum hans.

Vísindin og saga þeirra eru orðin að rannsóknarefni í sjálfu sér, þar sem hin vísindalega sannaða staðreynd er véfengd. Með því að stíga skref aftur í söguna, fremur en að fara hina beinu framfaraleið, reynir listamaðurinn að enduruppgötva nýja „sannleika“ og fagurfræðileg gildi þeirra, sem að öðru leyti eru okkur falin.

Magnús Árnason (f.1977) lauk magistergráðu frá Akademie der Bildenden Künste í Vínarborg árið 2003. Áður stundaði hann nám bæði við Iðnskólann í Hafnarfirði og tónlistarnám við FÍH, Reykjavík. Valdar einkasýningar: 2010, Af lifun, Náttúrufræðistofa Kópavogs, Kópavogur // 2007, Polymorph, Locustprojects, Miami // 2005, Sjúkleiki Benedikts, Kling&bang, Reykjavík. Valdar samsýningar: 2009, when you sleep you don´t sin, Nowy Teatr, Warsaw // 2008, LISTE 08- The Young Art Fair, Basel // 2006, Pakkhús Postulanna, Listasafn Reykjavíkur-Hafnarhús, Reykjavík // 2005, The Pantagruel Syndrome, T1 Torino Triennale Tremusei, Torino..

Myndir af sýningu

Myndir frá opnun

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarskrá

Listamenn

Boðskort

Sýningarskrá JPG