Veldu ár

2022 (6)
2021 (21)
2020 (21)
2019 (27)
2018 (19)
2017 (21)
2016 (18)
2015 (20)
2014 (19)
2013 (17)
2012 (17)
2011 (22)
2010 (26)
2009 (25)
2008 (24)
2007 (26)
2006 (14)
2005 (16)
2004 (24)
2003 (32)
2002 (18)
2001 (20)
2000 (19)
1999 (13)
1998 (11)
1997 (14)
1996 (17)
1995 (17)
1994 (17)
1993 (22)
1992 (27)
1991 (24)
1990 (24)
1989 (25)
1988 (38)
1987 (38)
1986 (26)
1985 (28)
1984 (34)
1983 (28)
1982 (30)
1981 (26)
1980 (27)
1979 (21)
1978 (23)
1977 (21)
1976 (24)
1975 (19)
1974 (11)
1973 (11)
01.02.2003
09.03.2003

Lýsir, Jón bóndi Bjarnason, mannakyn og meiri fræði

Oft hefur verið talað um íslenska myndlistarsögu þannig að hún hafi byrjað um aldamótin 1900, þegar Þórarinn B. Þorláksson hélt sína fyrstu málverkasýningu í Reykjavík. Þar með er gefið í skyn að nær ekkert verðugt myndefni sé að finna frá fyrri öldum, og óþarfi að fjalla sérstaklega um það.

Þetta er auðvitað alrangt, því íslensk myndlistarsaga er jafngömul þjóðinni; myndlýsingar í miðaldarhandritum eru aðeins einn hluti af þeim arfi sem sýnir fram á þetta, en á því sviði bíður enn mikið efni frekari rannsókna. Lýsir er heitið á verkefni sem sett var á stofn með það að markmiði að búa til gagnagrunn um myndlist í íslenskum handritum.

Að verkefninu standa áhugafólk um þessi málefni, Árnastofnun og Listasafn Reykjavíkur. Markmið verkefnisins er að rannsaka og ljósmynda íslensk handrit í þeim tilgangi að auðvelda aðgengi myndlistafólks, fræðimanna, nemenda og almennings að þeim lítt þekkta þætti myndlistasögu þjóðarinnar, sem þar er að finna. Lýsir hefur frá upphafi haft hug á að efna til sýninga á völdu myndefni sem kæmi fram í rannsóknum á handritum. Sýningin nú er fyrsta skrefið á þeirri leið, og þar er að finna örlítið brot af því sem komið hefur í ljós.

Ætlunin er að sá gagnagrunnur sem er tekinn að myndast út frá þessum rannsóknum verði opnaður almenningi næsta haust, og síðan uppfærður eftir því sem verkinu vindur fram. Á þessari sýningu getur að líta myndir frá hendi Jóns bónda Bjarnasonar og ýmissa annarra myndskreyta, og skiptast verkin á sýningunni í nokkra efnisflokka, sem gerð er grein fyrir í sýningarsölunum.

Myndir Jóns bónda eru það sem nú á tímum er kallað “bernskar”, og í samræmi við það gæti mörgum þótt þær hafa meira skemmtana- og upplýsingagildi um tíðaranda en listrænt gildi. Það er hins vegar einhver ljúfur og listrænn blær yfir öllu myndefni Jóns bónda, sem líklegt er að snerti ákveðna strengi í landsmönnum við upphaf 21. aldarinnar.

Listamaður/-menn: 
Sýningarstjóri/-ar: 
Eiríkur Þorláksson
Aðalsteinn Ingólfsson
Boðskort: 
Sýningarskrá: 
Umfjöllun fjölmiðla pdf: 
PDF icon 8097652.pdf (95.44 KB)
PDF icon 7881444.pdf (105.18 KB)
PDF icon 13192109.pdf (1.83 MB)

Smelltu á myndirnar til að skoða fleiri myndir á Instagram og póstaðu þínum eigin með því að merkja þær með #myllumerki sýningarinnar.
Mundu að fylgja Listasafni Reykjavíkur á @reykjavikartmuseum.