Lista­há­skóli Íslands - Útskrift­ar­sýning 2008

Listaháskóli Íslands - Útskriftarsýning 2008

Listaháskóli Íslands - Útskriftarsýning 2008

Kjarvalsstaðir

-

Samvinnuverkefni Listasafns Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands þar sem útskriftarnemendur úr myndlistar-, hönnunar- og byggingarlistardeild skólans sýna lokaverkefni sín.

Verk nemenda úr myndlistardeild og hönnunar- og arkitektúrdeild Í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum. Skartgriparæktun í gróðurhúsi, retro snjósleði, Menningar- og náttúrusetur á Álftanesi, vídeóskúlptúrar, ljósmyndir, skófatnaður, sprengt mótorhjól, rusl í rými, hlaupandi menn, innsetningar, fatahönnun, skilveggur úr pappakössum, ljósgjafi, veggspjöld, sérsmíðaður borðbúnaður, gagnvirk vídeóverk, verslun smákaupmanns, leturtýpur, gjörningar, fánastöng, útilistaverk, bækur og bátur uppi á þaki.

Þetta og margt fleira getur að líta á útskriftarsýningu sextíu og þriggja nemenda myndlistardeildar og hönnunar-og arkitektúrdeildar Listaháskólans. Sýningin er í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur.

Verk nemenda á sýningunni eru afrakstur þriggja ára náms við Listaháskólann þar sem markmiðið hefur verið að skapa nemendum aðstöðu til að mennta sig sem listamenn og gera þá reiðubúna að takast á við víðtæk viðfangsefni á skapandi og gagnrýninn hátt með forvitni, áræði og framsækni að leiðarljósi..

Ítarefni

Umfjöllun fjölmiðla PDF

Sýningarstjóri/-ar

Finnur Arnar Arnarsson, Kristján Eggertsson, Kristján Örn Kjartansson

Umfjöllun fjölmiðla

Listamenn