Leiðin að miðju jarðar

Leiðin að miðju jarðar

Leiðin að miðju jarðar

Kjarvalsstaðir

-

Glerlistasýning frá Tékklandi. Glerið er án efa eitt merkilegasta efni sem maðurinn hefur uppgötvað. Mótanlegt í fljótandi formi, gegnsætt í föstu formi, tekur í sig fjölskrúðuga liti og fjölbreytta lögun – möguleikarnir eru nær ótæmandi.

Fyrir myndlistina er slíkur efniviður að sjálfsögðu mikill fengur, og listaverk úr gleri hafa verið sköpuð frá ómunatíð.

Það er samdóma álit þeirra sem til þekkja að glerlist standi nú einna hæst í heiminum í Tékklandi, og sýningin “Leiðin að miðju jarðar” er einmitt þaðan komin. Þau Stanislav Libenský og Jaroslava Brychtová eru heimsþekkt á þessu sviði eftir áratuga starf, og meðlimir Rúbíkon-hópsins, þeir Bohumil Eliáš, Jaroslav Matouš, Jan Exnar og Jaromír Rybák hafa haslað sér völl meðal bestu glerlistamanna álfunnar. Ivo Křen, grafískur hönnuður, safnvörður og hugmynda-fræðingur hópsins, er jafnframt sýningarstjóri þessa verkefnis..

Myndir af sýningu